Innlent

Nýjum sátt­mála ætlað að fækka á­rekstrum

Atli Ísleifsson skrifar
Frá undirrituninni í Fáksheimilinu í morgun.
Frá undirrituninni í Fáksheimilinu í morgun. Skjáskot

Sérstakur sáttmáli hestafólks og fulltrúa annarra vegfarendahópa var undirritaður í félagsheimili Fáks í Víðidal í morgun. Er það gert í ljósi tíðra óhappa og slysa að undanförnu og ákváðu fulltrúar mismunandi hópar vegfarenda að taka höndum saman um sáttmála sem legið geti til grundavallar fræðslu fyrir alla hlutaðeigandi svo öryggi þeirra og annarra sé sem best tryggt.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra leiddi fundinn og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, kynnti séstaka fræðslumynd.

Í hópi félaga sem undirrituðu sáttmálann má nefna samtök hestafólks, hjólreiðafólks, bifreiðaeigenda, hundaeigenda, bifhjólamanna, skíðafélaga, Samgöngustofu og Vegagerðarinnar svo einhver séu nefnd.

Hafa verið árekstrar

Guðni Halldórsson, formaður Landssambands hestamanna, segist mjög ánægður með hinn nýja sáttmála.

„Já þetta er mjög gleðilegt og ánægjulegt og mikilvægt að nú höfum við aðilar allra útivistarhópa sem eru að nota stíga og troðninga og vegi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og um landið allt ákveðið að hittast og gera með sér sáttmála, samkomulag sem byggir á jákvæðum grunni þannig að menn ætla að kappkosta við að bæta samskipti og lifa í sátt og samlyndi. 

Það hafa náttúrulega verið árekstrar og slys á milli hópa og samskiptin hafa oft ekki verið nógu góð. Nú á að snúa bökum saman og reyna bæta þetta með heildarhagsmuni allra sem njóta náttúrunnar að leiðarljósi.“


Tengdar fréttir

Óttast stórslys vegna mikils ágangs á reiðstígum

Hestamenn hafa áhyggjur af auknum ágangi á reiðvegum í höfuðborginni, sem geti leitt til stórslysa. Dæmi eru um að hjólreiða- og motorcrossfólk nýti sér stígana sem hefur leitt til þess að knapar veigri sér við að fara í útreiðartúra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×