Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA/Þór 27-27 | KA/Þór deildarmeistari í fyrsta skiptið

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Gleðin var við völd í Safamýrinni hjá gestunum.
Gleðin var við völd í Safamýrinni hjá gestunum. vísir/hulda

Fram tók á móti KA/Þór í hreinum úrslitaleik Olís-deildar kvenna upp á deildarmeistaratitilinn. Hörkuleikur sem endaði 27-27 og KA/Þór því deildarmeistari í fyrsta skipti.

Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar. Eftir 5 mínútur fóru Fram-stúlkur að gefa í og komu sér tveimur mörkum yfir, 5-3.

KA/Þór náðu að jafna leikinn aftur eftir um 10 mínútna leik.

Þá fóru Fram aftur að gefa í og komu sér í góða forystu.

Í stöðunni 9-6 tekur KA/Þór leikhlé en það virtist skila litlu, allavega varnarlega séð. KA/Þór fékk litla sem enga markvörslu í fyrri hálfleik og var það dýrkeypt.

Hálfleikstölur 17-12.

Fram héldu góðri forystu fyrsta stundarfjórðung seinni hálfleiks. 

Þá rankaði varnarleikur  og markvarsla KA/Þórs við sér og tókst þeim að minnka muninn í tvö mörk 22-20. 

Þegar um 10 mínútur eftir voru KA/Þór búnar að jafna leikinn. 

Við tóku æsispennandi lokamínútur þar sem bæði lið misstu boltann. 

Fram missir boltann í stöðunni 27-27 og létu KA/Þór tímann renna út og tóku deildarmeistaratitilinn í ár. 

Afhverju varð jafntefli?

Það er hægt að skrifa það á að Fram vann fyrri hálfleikinn og KA/Þór vann þann seinni. Bæði lið voru gríðarlega sterk í dag og var ekkert gefið eftir. Lokamínútur leiksins voru háspenna lífshætta og gat titillinn fallið með báðum liðum í dag. 

Hverjar stóðu upp úr?

Hjá Fram voru Karen Knútsdóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir atkvæðamestar, báðar með 9 mörk. 

Saga Sif Helgadóttir var góð í markinu og var með 30% markvörslu, 8 bolta varða. 

Hjá KA/Þór var það Rakel Sara Elvarsdóttir sem var atkvæðamest með 9 mörk. Rut Jónsdóttir var með 8 mörk. 

Matea Lonca tók við sér í seinni hálfleik og var með mikilvægar vörslur. 

Hvað gekk illa?

Varnarleikur KA/Þór var ekki til eftirbreytni. 1 skot varið í fyrri hálfleik og fór allt í gegnum vörnina. 

Hvað gerist næst?

Úrslitakeppnin er næst á dagskrá. 

Andri Snær: Það verður sett í góða veislu í kvöld

Andri Snær, þjálfari KA/ÞórsVísir: Hulda Margrét

„Mér líður bara frábærlega. Mjög vel. Það er stórkostlegt að hafa klárað þennan bikar. Við erum búin að eiga frábært tímabil og uppskerum fyrsta sæti sem er stórkostlegur árangur. Það er ótrúlegur karakter hjá stelpunum í dag og ég er ótrúlega stoltur,“ sagði Andri Snær, þjálfari KA/Þórs eftir að hafa unnið deildarmeistaratitilinn. 

Það var ekki margt sem benti til að KA/Þór myndu taka þetta í hálfleik. 

„Við spiluðum varnarlega mjög illa í fyrri hálfleik og fengum enga markvörslu. Það var erfitt fyrir sjálftraustið og þetta var ekki í takt. Við töluðum í hálfleik að setja meiri orku í vörnina, fyrst og fremst. Ná meira í skytturnar, þær fengu alltof mikið af fríum og auðveldum skotum. 

Þær mættu hinsvegar sem allt annað lið í seinni hálfleikinn. 

„Í seinni hálfleik mætum við með eitthverja ótrúlegustu vörn sem ég hef séð í vetur og fengum þá markvörsluna. Svo var frábær karakter í lokinn að skoða góð mörk og mikilvæg mörk.“

„Það verður sett í góða veislu í kvöld. Stelpurnar eiga það skilið,“ sagði Andri að lokum. 

Stefán Arnarson:

Stefán, þjálfari FramVísir: Bára Dröfn

„Þetta voru vonbrigði. Við ætluðum að taka þennan titil. Við spilum heilt yfir ágætlega en því miður í svona leikjum skipta litlu hlutirnir máli og þær náðu að klára þetta,“ sagði Stefán, þjálfari Fram, svekktur eftir jafnteflið í dag. 

Fram var með yfirhöndina alveg þangað til um 10 mínútur voru eftir af leiknum.

„Við missum Stellu útaf vegna höfuðhöggs. Svo voru þær að fá að mínu mati ódýr mörk sem við hefðum getað komið í veg fyrir. Og á móti fengu þær markvörslu í seinni hálfleik. Maður bjóst alltaf við áhlaupi frá þeim. Ég er hrikalega svekktur.“

Næst á dagskrá er úrslitakeppnin

„Eftir þetta tap þá hljótum við að koma brjálaðar í úrslitakeppnina. Það getur ekki annað verið,“ sagði Stefán að lokum. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira