Innlent

Tilslakanir á veitingastöðum og börum

Snorri Másson skrifar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leyfa tjaldstæðum að taka við fleirum núna í upphafi sumars.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leyfa tjaldstæðum að taka við fleirum núna í upphafi sumars. Vísir/Vilhelm

Ýmsar smávægilegar breytingar voru gerðar á gildandi reglugerð heilbrigðisráðuneytisins um sóttvarnir í fyrradag.

Helst er sú að tilslakanir tóku gildi á veitingastöðum og skemmtistöðum. Þar mega nú vera að hámarki 30 í hverju sóttvarnarhólfi í stað 20, eins og verið hefur. Leyfilegir afgreiðslutímar eru áfram óbreyttir.

Önnur breyting er sú að ekki er lengur óheimilt að búnaður fari á milli notenda í líkamsræktartímum. Hann þarf ekki lengur að vera sótthreinsaður fyrir og eftir æfingu, eins og hefur verið hingað til.

Þriðja breytingin er á tjaldstæðum. Rekstraraðilar þeirra mega nú taka á móti helmingi leyfilegra gesta hvers svæðis, í stað þess að þurfa að lúta almennum 20 manna samkomutakmörkunum sem annars staðar gilda.

Hið sama gildir einnig um söfn héðan í frá, sem mega taka við helmingi hámarksfjölda í stað 20 manns.

Að öðru leyti er ýmsum formsatriðum hnikað til í reglugerðarbreytingunni, sem kynnt var í Stjórnartíðindum í gær. Þær breytingar virðast ekki hafa áhrif á starfsemi á neinu sviði.


Tengdar fréttir

Þessar af­léttingar tóku gildi á mið­nætti

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir tók gildi á miðnætti. Helstu breytingar fela í sér að almennar fjöldatakmarkanir fara úr tíu í tuttugu manns og hægt verður að hefja íþróttastarf, sund og heilsurækt á ný með takmörkunum.

Söguleg reglugerð Svandísar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag um tilslakanir innanlands á grundvelli tillagna Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Svandís segist hafa farið í einu og öllu að tillögum Þórólfs nema að einu leyti. Reglugerðin tekur gildi einum degi fyrr en Þórólfur lagði til.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×