Fótbolti

Spennandi Arnór gæti fært New Eng­land nær ó­væntum titli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór Ingvi er búinn að færa sig til Bandaríkjanna.
Arnór Ingvi er búinn að færa sig til Bandaríkjanna. DeFodi Images/Getty

MLS-deildin í knattspyrnu hófst í nótt með leik Houston Dynamo og San Jose en Íslendingar eiga nú tvo leikmenn í deildinni; þá Guðmund Þórarinsson og Arnór Ingva Traustason.

ESPN hitaði upp fyrir leiki helgarinnar í grein á vef sínum í gær en þar er meðal annars fjallað um lið Arnórs Ingva, New England Revolution, en Arnór Ingvi kom til liðsins frá Malmö fyrr í mánuðinum.

Jeff Carlisle, einn af spekingum ESPN, spáir að New England standi uppi sem sigurvegari í austurdeildinni en hann segir að mörg liðin munu berjast um sigurinn í austurdeildinni. Hann segir að stjórinn, Bruce Arena, hafi bætt veikleika liðsins frá síðustu leiktíð.

Í umsögninni um liðið sagði Gus Elvin, annar spekingur ESPN, að spennandi nýliðar séu komnir til New England; þeir Arnór Ingvi sem og Wilfried Kaptoum sem hefur verið á mála hjá bæði Barcelona og Real Betis á Spáni.

Hann segir að New England gæti orðið orðið óvæntir meistarar á þessari leiktíð en þeir fóru alla leið í undanúrslit á síðustu leiktíð eftir að hafa lent í áttunda sæti austurdeildarinnar í deildarkeppninni.

Alla greinina má lesa hér.

MLS



Fleiri fréttir

Sjá meira


×