Golf

Stefnir í sögulega stund á Masters

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Lokahringurinn i fullum gangi.
Lokahringurinn i fullum gangi. vísir/Getty

Enginn af efstu fimm kylfingum á Masters mótinu í golfi hefur unnið mótið áður og stefnir í skemmtilegt kvöld á Stöð 2 Golf.

Útsending frá lokahringnum hófst klukkan 18:00 en ætla má að mótinu ljúki um klukkan 23:00 að íslenskum tíma.

Japaninn Hideki Matsuyama spilaði frábærlega í gær og hefur fjögurra högga forystu fyrir lokaátökin sem eru nú nýfarin af stað.

Englendingurinn Justin Rose er annar ásamt þeim Xander Schauffele, Marc Leishman og Will Zalatoris en Rose er sá eini af þessum efstu fimm sem hefur unnið risamót á sínum ferli.


Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.


Tengdar fréttir

Ljúfir tónar Kaleo undir opnunar­at­riði Masters-mótsins

Lagið I Want More úr smiðju íslensku hljómsveitarinnar Kaleo heyrðist undir atriði sem spilað var í sjónvarpstækjum víða um heim á fimmtudag, rétt áður en Masters-mótið, eitt stærsta golfmót heims, var sett.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.