Körfubolti

Rondo er kominn aftur til LA og Orlando Magic sá á eftir þremur stjörnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rajon Rondo er ætlað að hjálpa Los Angeles Clippers að vinna loksins titilinn.
Rajon Rondo er ætlað að hjálpa Los Angeles Clippers að vinna loksins titilinn. AP/Brynn Anderson

Lokadagurinn til að skipta á leikmönnum í NBA deildinni í gær og það er óhætt að segja að mikið hafi gengið á undir lokin.

Það eru því nokkrir öflugir leikmenn komnir í ný félög sem hafði auðvitað sín áhrif á leikina í nótt því þeim sem var skipt í gær gátu ekki spilað með gamla eða nýja liðinu sínu í gær.

Los Angeles Clippers er að undirbúa sig fyrir úrslitakeppnina og þá er gott að vera með reynslubolta eins og Rajon Rondo. Rondo hjálpaði Los Angeles Lakers að vinna NBA titilinn í fyrra en í gær fékk Clippers hann í skiptum við Atlanta Hawks og sendi Lou Williams frá sér í staðinn.

Orlando Magic skipti frá sér þremur stjörnuleikmönnum í þremur ótengdum leikmannaskiptum því Nikola Vucevic fór til Chicago Bulls, Evan Fournier fór til Boston Celtics og Aaron Gordon fór til Denver Nuggets. Magic fékk aðallega valrétti í staðinn fyrir þessa öflugu leikmenn en einnig þá Otto Porter Jr. og Wendell Carter frá Chicago.

Kyle Lowry mun aftur á móti klára tímabilið með Toronto Raptors og Lonzo Ball verður áfram hjá New Orleans Pelicans. Pelicans sendu aftur á móti JJ Redick til Dallas Mavericks. Toronto sendi síðan Norman Powell til Portland Trail Blazers í skiptum fyrir þá Gary Trent Jr. og Rodney Hood.

Miami Heat fékk Victor Oladipo frá Houston Rockets og þá er búist við því að LaMarcus Aldridge semji við liðið líka. Aldridge gerði starfslokasamning við San Antonio Spurs í gær. Í staðinn fyrir Victor Oladipo þá fékk Houston liðið þá Avery Bradley og Kelly Olynyk auk þess sem liðin skipustu á valrétti.

Philadelphia 76ers, Oklahoma City Thunder og New York Knicks buðu upp á þriggja liða skipti. Sixers liðið fær George Hill frá Thunder og Ignas Brazdeikis frá New York. Austin Rivers og Tony Bradley auk valrétta fara til Thunder og Knicks liðið fær þá Terrance Ferguson og Vincent Poirier.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.