Viðskipti innlent

Arion banki inn­heimti lán sem var búið að greiða upp

Eiður Þór Árnason skrifar
Starfsfólk bankans vinnur nú að því að finna orsök villunnar.
Starfsfólk bankans vinnur nú að því að finna orsök villunnar. Vísir/Vilhelm

Einhverja viðskiptavini Arion banka rak í rogastans á dögunum þegar þeir fengu röð greiðsluítrekana í bréfpósti sem voru ýmist vegna greiddra reikninga eða lána sem voru í skilum.

Meðlimur Facebook-hópsins Fjármálatips greinir frá því að hann hafi fengið tólf ítrekunarbréf frá bankanum inn um lúguna síðasta þriðjudag. Bréfin hafi verið dagsett frá ágúst fram í febrúar en öll verið póstlögð þann 18. febrúar. Þá kannast fleiri meðlimir hópsins við að hafa nýlega fengið gömul ítrekunarbréf frá bankanum.

Ljósmyndir af tólf ítrekunarbréfum sem nafnlaus meðlimur Fjármálatips deildi í hópnum. Aðsend

Byggt á úreltum upplýsingum

„Það er rétt að það fóru ítrekanir frá okkur sem áttu ekki stoð og við erum að vinna að því að greina hvað fór úrskeiðis og leysa úr því,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs hjá Arion banka, í samtali við Vísi.

Um sé að ræða sjálfvirkar færslur og dæmi um að fólk hafi fengið ítrekanir sem byggðu á úreltum upplýsingum og jafnvel vegna lána sem væri búið að greiða upp.

„Maður skilur nú alveg að fólk klóri sér í kollinum yfir þessu,“ bætir Haraldur við. Ekki liggi fyrir hve margir hafi fengið slíkar sendingar en talið að um sé að ræða frekar lítinn fjölda viðskiptavina sem hlaupi mögulega á hundruðum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,58
13
765.800
KVIKA
1,41
15
267.204
ARION
1,38
38
546.063
REGINN
1
3
7.085
REITIR
0,98
7
80.874

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,21
33
35.618
EIM
-0,96
11
662.741
BRIM
-0,95
3
26.776
MAREL
-0,45
13
158.721
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.