Innlent

Jarð­­skjálfti við Fagra­dals­fjall 4,3 að stærð

Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa
Upptök skjálftanna hafa verið við Fagradalsfjall á Reykjanesi.
Upptök skjálftanna hafa verið við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Loftmyndir

Snarpur jarðskjálfti varð nú klukkan 11:32 og var 4,3 að stærð, eftir upplýsingum frá Veðurstofunni.

Skjálftinn átti upptök sín á sama stað og skjálfti sem varð í morgun og var 4 að stærð, í grennd við Fagradalsfjall á Reykjanesi.

Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga síðan síðastliðinn miðvikudag, þegar skjálfti sem var 5,7 að stærð reið þar yfir, svo tekið var eftir víða.

Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni, var í viðtali við fréttastofu þegar skjálftinn reið yfir. Hún segir að búast megi við fleiri skjálftum í dag.

„Við erum greinilega í miðjum atburði núna þannig að við getum alveg búist við því að þetta verði svona fram eftir degi,“ sagði Kristín sem bætir því við að virknin sé á tveimur stöðum.

„Annars vegar norðanlega í Fagradalsfjalli og hins vegar við Trölladyngju.“

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 11:55.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×