Innlent

Þriðji ­staðurinn á von á sekt eftir brot um helgina

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan heimsótti veitingastaði í gærkvöldi. Einn þeirra var opinn lengur en reglur gera ráð fyrir.
Lögreglan heimsótti veitingastaði í gærkvöldi. Einn þeirra var opinn lengur en reglur gera ráð fyrir. Vísir/Vilhelm

Aðstandendur eins veitingastaðar í Reykjavík mega eiga von á kæru, þar sem staðnum hafði ekki verið lokað þegar klukkan var tuttugu mínútur yfir tíu í gærkvöldi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Samkvæmt reglugerð um samkomutakmarkanir vegna farsóttar mega veitingastaðir aðeins hafa opið til klukkan tíu, en geta annars átt von á sektum.

Tveir staðir sem lögregla heimsótti á föstudagskvöld geta átt von á sektum. Annar vegna brota á reglugerð um samkomutakmarkanir en hinn fyrir brot á lögum um veitingastaði. Í báðum tilfellum var of mikið af fólki inni á stöðunum þegar lögreglu bar að garði.

Staðurinn sem var með opið of lengi í gærkvöldi er því þriðji staðurinn í Reykjavík sem lögregla hefur afskipti af um helgina og gæti átt von á sekt.

Í dagbók lögreglu kemur fram að fleiri veitingahús hafi verið heimsótt, en þó ekki hversu mörg. Fyrir utan þann eina stað sem ekki hafði lokað klukkan tíu eru aðstæður sagðar hafa verið góðar.


Tengdar fréttir

Á von á að málum staðanna í mið­bænum ljúki með sekt

Víða var fullbókað á veitingastöðum í miðborginni í gær, fyrstu helgina sem krár og skemmtistaðir fengu að taka úr lás eftir rúmlega fjögurra mánaða lokun. Tveir veitingastaðir eiga von á sekt vegna brota á reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×