Erlent

Minnst einn dáinn og miklar skemmdir vegna skýstróks í Alabama

Samúel Karl Ólason skrifar
Skýstrókurinn olli miklum skemmdum.
Skýstrókurinn olli miklum skemmdum. AP/Alicia Elliot

Minnst einn er látinn og tugir sagðir slasaðir eftir skýstrók sem gekk yfir Alabama í Bandaríkjunum í nótt. Skýstrókurinn olli miklum skemmdum í bænum Fultondale. Björgunarstarf stendur enn yfir.

Sautján ára táningur dó þegar tré féll á heimili fjölskyldu hans. Fjölskyldan var þá í kjallara hússins en húsið hrundi ofan á þau, samkvæmt AP fréttaveitunni. Nokkrir úr fjölskyldunni eru sagðir alvarlega særðir.

Lögreglan segir fjölskylduna hafa brugðist rétt við með að leita skjóls í kjallarnum.

Skýstrókurinn skyldi eftir sig margra kílómetra langa slóð eyðileggingar og er hann sagður hafa verið stór.

AL.com segir fjölmörg hús í Fultondale ónýt.

Fultondale er úthverfi borgarinnar Birmingham og þar búa um níu þúsund manns. Fjölmiðlar ytra segja brak og bíla á víð og dreif um bæinn. CNN hefur eftir slökkviliðsstjóra bæjarins að um þrjátíu hafi slasast. Minnst sautján hafi verið fluttir á sjúkrahús.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×