Viðskipti innlent

Hagnaður Haga nam 1,5 milljörðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Finnur Árnason er forstjóri Haga.
Finnur Árnason er forstjóri Haga.
Hagnaður Haga á tímabilinu mars til ágúst á þessu ári nemur 1,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar, en á stjórnarfundi Haga í dag var farið yfir drög að sex mánaða uppgjöri félagsins sem birt verður 25. október næstkomandi.

Í tilkynningunni kemur fram að þetta sé betri afkoma en fyrir sama tímabil í fyrra. Ástæður betri afkomu er lægra kostnaðarhlutfall, betri framlegð og lægri afskriftir. Á stjórnarfundinum í dag var einnig samþykkt tilboð frá viðskiptabanka félagsins um hagstæðari vaxtakjör á lánum þess. Áætlaður ávinningur félagsins á ársgrunni vegna lægri vaxtakjara mun nema að minnsta kosti 70 milljónum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×