Handbolti

Elísa­bet gagn­rýnir lands­liðs­valið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elísabet er ekki sátt við landsliðsvalið.
Elísabet er ekki sátt við landsliðsvalið. vísir/getty/anton/samsett

Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, virðist ekki ánægð með landsliðsval Guðmundar Guðmundssonar fyrir HM í handbolta.

Guðmundur valdi í dag nítjan manna æfingahóp fyrir mótið en í hópnum er enginn Teitur Örn Einarsson, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð.

Hann er einn þeirra sem dettur út úr 28 manna hópnum sem var tilkynntur í byrjun mánaðarins.

Elísabet var ekki sátt við val Guðmundar og setti á Twitter í dag þar sem hún deildi frétt um að Teitur væri ekki í leikmannahópnum.

„Galið!“ skrifaði Elísabet.







Teitur var frábær í kvöld er hann skoraði sjö mörk fyrir Kristianstad í sjöunda sigri liðsins í röð í sænska boltanum.

Viggó Kristjánsson og Alexander Petersson eru þær tvær vinstri handar skyttur sem Guðmundur er enn með í hópnum sínum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×