
Tölvuleikir breyta þér ekki í skrímsli
Þetta er ekki í fyrsta (og ekki síðasta) sinn sem tölvuleikir hafa verið tengdir með beinum eða óbeinum hætti við ofbeldisverk. Of margir fjölmiðlar falla í þá gryfju (viljandi eða óviljandi) að tengja tölvuleikjaspilun beint við ofbeldisfulla hegðun, líkt og ofangreind fyrirsögn fréttarinnar gerir. Hefði ekki verið réttara að benda á öfgafullar skoðanir fjöldamorðingjans í fyrirsögninni í stað þess að minnast á tölvuleikjaspilun hans? Hvað með sjónvarpsefni? Lítil sem engin umfjöllun hefur verið um hvaða sjónvarpsefni hann horfði á, hvaða íþróttum hann var hrifnastur af eða hvernig tónlist hann hlustaði á. Á heildina litið skipta þessir þættir litlu sem engu máli og hjálpa ekki til við að útskýra ofbeldisverkin.
En hvers vegna tengja fjölmiðlar tölvuleikjaspilun oft við ofbeldisfulla hegðun? Má kalla það áróður, fordóma eða einfaldlega vanþekkingu fréttamanna á tölvuleikjum? Fjöldi tölvuleikjaspilara er gífurlegur, eins og fjöldi þeirra sem horfa á hryllingsmyndir eða lesa glæpasögur, en í langflestum tilfellum beina fjölmiðlar spjótum sínum eingöngu að einum miðli; tölvuleikjum.
Samkvæmt tölum frá Entertainment Software Association (ESA) frá því í fyrra eru tölvuleikir spilaðir á 72% bandarískra heimila, Interactive Software Federation of Europe (ISFE) segir að þriðji hver Evrópubúi spili tölvuleiki og samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands eru leikjatölvur til staðar á 40% íslenskra heimila. Ef ofbeldisfullir tölvuleikir myndu breyta fólki í ofbeldismenn ætti tíðni líkamsárása og morða að hækka í takt við aukna tölvuleikjaspilun, en hver sem er getur heimsótt heimasíðu Hagstofu Íslands og séð að engin tengsl er að finna þar á milli. Ofbeldisfullir tölvuleikir breyta fólki hreinlega ekki í morðingja.
Nánast undantekningarlaust eru það ofbeldisfullir tölvuleikir sem eru tengdir við glæpi. En hvað með aðrar tegundir tölvuleikja? Hvað með þá sem spila smáleikinn Angry Birds? Eru þeir að safna saman dauðum fuglum í poka og henda þeim í svínin í Húsdýragarðinum og ásaka þau um eggjastuld? Eða breytast þeir sem hafa spilað bónda- og garðyrkjuleikinn FarmVille á Facebook í sérfræðinga í garðyrkjumálum og eru nú loksins færir um að sinna búskap? Og geta skákmenn ekki hætt að hugsa um hvað þá langar ógurlega að drepa kónga?
Þegar ódæðisverk eru framin stökkva fjölmiðlar á tölvuleikjaspilun líkt og hundur á bein. Tölvuleikjaspilun ódæðismannsins skiptir meira máli en sálræn vandamál hans, kvikmynda- og bókmenntasmekkur, lífsviðhorf, erfið æska eða eitthvað annað – og ekki má gleyma að þetta býður upp á krassandi fyrirsögn fyrir fréttina; „Myrti konuna út af tölvuleik". Með slíkum fyrirsögnum og órökstuddum tengslum tölvuleikja við ofbeldi fá þeir sem spila ekki tölvuleiki ranghugmyndir um tölvuleiki sem hefur neikvæð áhrif á ímynd tölvuleikjaspilara og tölvuleikjaiðnaðarins í heild sinni. Það er ávallt hægt að finna svarta sauði sama á hvaða hóp er litið.
Heilbrigt fólk gerir greinarmun á tölvuleik og raunveruleika. Eins og þegar skákmaður finnur leiðir til að drepa kóng andstæðingsins eða þegar fótboltamaður reynir að koma boltanum í markið breytast reglurnar. Það sama á við þegar tölvuleikjaspilarinn spilar tölvuleik. Spilarar gera sér grein fyrir því hvar mörkin liggja og vita vel að þótt þeir drepi óvini á tölvuskjánum þá gilda aðrar reglur í leiknum en raunveruleikanum. Vissulega eru til ofbeldisfullir leikir sem ekki eru ætlaðir börnum en slíkir leikir eru merktir í bak og fyrir.
Nú þegar 40 ár eru liðin frá því að fyrsta leikjatölvan, Magnavox Oddyssey, leit dagsins ljós getum við hreinlega litið á fullorðna tölvuleikjaspilara, sem eru lifandi dæmi þess að leikir breyta fólki ekki í ofbeldisfull skrímsli.
Skoðun

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar

Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Opið bréf til fullorðna fólksins
Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar

Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega?
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar
Gunnar Þór Jónsson skrifar

Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar
Sigvaldi Einarsson skrifar

Enginn skilinn eftir á götunni
Dagmar Valsdóttir skrifar

Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna
Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar

Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman?
Guðmundur Edgarsson skrifar

Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota?
Svanur Guðmundsson skrifar

Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við
Ian McDonald skrifar

Málþóf á kostnað ungs fólks
Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar

Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar

Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax
Dagmar Valsdóttir skrifar

Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum
Jónína Brynjólfsdóttir skrifar

Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu
Guttormur Þorsteinsson skrifar

Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig?
Haukur V. Alfreðsson skrifar

Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni?
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Sanngirni að brenna 230 milljarða króna?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Strandveiðar eru ekki sóun
Örn Pálsson skrifar

„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“
Einar Ólafsson skrifar

SFS skuldar
Sigurjón Þórðarson skrifar

Hvar er hjálpin sem okkur var lofað?
Dagmar Valsdóttir skrifar

Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun
Svanur Guðmundsson skrifar