Menning

Bein útsending: Skattsvik Development Group

Tinni Sveinsson skrifar
Hægt er að horfa á sýninguna Skattsvik Development Group hér á vefnum í kvöld.
Hægt er að horfa á sýninguna Skattsvik Development Group hér á vefnum í kvöld. Borgarleikhúsið

Sýningunni Skattsvik Development Group er streymt beint hér á Vísi klukkan 20 í kvöld. 

Sýningunni var áður streymt fyrir tveimur vikum en vegna fjölda fyrirspurna er hún nú endurtekin.

Uppfært. Sýningunni er lokið. Fylgist áfram með hér á Vísi fyrir fleiri útsendingar úr Borgarleikhúsinu.

Um sýninguna Skattsvik Development Group

Sjálfstæði sviðslistahópurinn Ást og karóki starfaði fyrir samkomubann innan veggja Borgarleikhússins undir því yfirskyni að meðlimir hópsins væru að skapa nýja íslenska sýningu um skaðlega karlmennsku.

Umfangsmikill gagnaleki sýnir að hópurinn hefur þess í stað grætt umtalsverðar fjárhæðir á því að svíkja undan skatti. Milljónir króna sem Borgarleikhúsið greiðir fyrir sýninguna enda í leynilegri bankabók í Sankti Lúsíu í krafti tvísköttunarsamninga, aflandsfélaga, meintrar ráðgjafaþjónustu í Panama og fyrirtækisins Skattsvik Development Group í Dublin.

Sýningin Skattsvik Development er hluti af verkefni Borgarleikhússins sem kallast Umbúðalaust.Borgarleikhúsið
Sýningunni Skattsvik Development Group var áður streymt fyrir tveimur vikum.Borgarleikhúsið
Leikhópurinn Ást og karókí stendur á bak við sýninguna.Borgarleikhúsið
Plakat sýningarinnar.Borgarleikhúsið

Meðlimir Ást og karókí: Adolf Smári Unnarsson hluthafi, Birnir Jón Sigurðsson, formaður stjórnar og hluthafi, Friðrik Margrétar- Guðmundsson hluthafi, Matthías Tryggvi Haraldsson hluthafi og Stefán Ingvar Vigfússon hluthafi.

Höfundur: Skattsvik Development Group Limited, 57 Amiens Street, Dublin 1, IRELAND.


Tengdar fréttir

Bein útsending: Drekar og dýflissur

Í dag klukkan 14 fá þeir sem hafa gaman af spilum eitthvað fyrir sinn snúð því leikarar í Borgarleikhúsinu ætla að spila saman hlutverkaspilið Dungeons and Dragons, eða Drekar og dýflissur.

Bein útsending: Tónleikar með Bubba

Borgarleikhúsið býður upp á tónleika með Bubba Morthens klukkan 12 í dag og alla föstudaga á meðan á samkomubanni stendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×