Handbolti

Aron skoraði eitt mark í öruggum sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aron Pálmarsson Barcelona.jfif

Barcelona átti ekki í vandræðum með Ademar Leon í toppslag spænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag.

Yfirburðir Barcelona í deildinni eru algjörir og leikurinn í dag var engin undantekning á því þó um hafi verið að ræða toppbaráttuslag þar sem Ademar Leon situr í 4.sæti deildarinnar.

Barcelona leiddi með tíu mörkum í leikhléi, 21-11, og vann að lokum leikinn með ellefu marka mun, 36-25.

Aron Pálmarsson skoraði eitt mark úr þremur skotum en Aleix Gómez og Mamadou Diocou voru atkvæðamestir Börsunga með fimm mörk hvor.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.