Atvinnulíf

Finna ekki sama „ótta í hjartanu og við gerum“

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir talar beint til fyrirtækja um það hvernig hennar kynslóð metur þeirra starfsemi. Erindið er birt á Vísi og á Loftlagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar sem haldinn er í dag í tilefni þess að nú eru fim ár liðinn síðan Parísarsáttmálinn var undirritaður.  
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir talar beint til fyrirtækja um það hvernig hennar kynslóð metur þeirra starfsemi. Erindið er birt á Vísi og á Loftlagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar sem haldinn er í dag í tilefni þess að nú eru fim ár liðinn síðan Parísarsáttmálinn var undirritaður.  

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir talar beint til fyrirtækja um það hvernig hennar kynslóð metur þeirra starfsemi. Erindið er birt á Vísi og á Loftlagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar sem haldinn er í dag í tilefni þess að nú eru fimm ár liðinn síðan Parísarsáttmálinn var undirritaður.

„Þessi ár sem við lifum á marka vatnaskil þar sem umhverfisstefna fyrirtækja hættir að vera eitthvað krúttlegt hliðarmál, og er núna orðin líflína fyrirtækisins. Fjarlæg losunarviðmið þýða ekki neitt ef við tökum ekki til aðgerða núna í dag,“ segir Gunnhildur Fríða loftlagsaktivisti aðspurð um það hvaða skilaboð henni finnist brýnast að atvinnulífið hlusti á og bregðist við strax.

Í erindi sínu talar Gunnhildur Fríða beint til atvinnulífs og stjórnmála og lýsir því hvernig hún og hennar kynslóð eru að upplifa stöðuna. 

Gunnhildur Fríða situr m.a. í stjórn Arctic Youth Network og hefur tekið þátt í loftlagsverkföllunum í nokkur ár.

„Ég byrjaði að taka þátt í loftslagsverkföllunum þegar ég var 16 ára, þar sem nemendur á öllum aldri koma saman á hverjum föstudegi til þess að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Hreyfingin hefur meira að segja mótmælt í gegnum netið á meðan Covid faraldurinn hefur gengið yfir. Við höfum lagt fram tillögu að neyðaryfirlýsingu stjórnvalda, og talað fyrir aðgerðum byggðar á vísindalegum forsendum, en mér finnst stjórnvöld ekki taka málið nógu alvarlega.

Ég held að stjórnmálamenn finni ekki fyrir sama ótta í hjartanu og við gerum, þegar fréttir eru sagðar af afleiðingum loftslagsbreytinga úti í heimi,“ 

segir Gunnhildur.

Við spyrjum Gunnhildi um hennar áform og draumastarf í framtíðinni.

„Ég ætlaði að byrja nám við Harvard í haust, en vegna Covid fékk ég ekki landvistaleyfi og frestaði því skólagönguni um eitt ár í stað þess að byrja í Harvard í gegnum Zoom. Mig langar að læra Umhverfisfræði og heimspeki úti í Harvard,“ segir Gunnhildur og bætir við: „Á meðan Covid gengur yfir er ég á útivistabraut í Lýðskólanum á Flateyri, sem er örugglega besti staðurinn til að vera á meðan faraldurinn gengur yfir. Vestfirðir eru mjög fallegir.“

Hér má sjá erindi Gunnhildar.


Tengdar fréttir

Fær kýr til að prumpa og ropa minna

Nú standa vonir til þess að fæðubótarefni sem sænskt nýsköpunarfyrirtæki hefur þróað muni draga verulega úr losun metans frá kúm.

Loftlagsmálin: Þurfum ekki að fara í fyrra horf

„Covid19 færði okkur breytta heimsmynd og lækkandi kolefnisspor með minni samgöngum og meiri fjarvinnu," segir Eva Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Podium sem hvetur stjórnendur til að taka stærri skref í loftlagsmálum.

Ormar sem éta plast

Ný rannsókn sýnir að ormar geta nýst vel til að eyða plasti.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×