Lífið

John Snorri reynir aftur við K2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
John Snorri Sigurjónsson veifar þjóðfána Íslands á fjallinu Manaslu í Nepal.
John Snorri Sigurjónsson veifar þjóðfána Íslands á fjallinu Manaslu í Nepal.

„Loksins er þessi dagur runninn upp,“ skrifar fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson í Facebook-færslu sem hann sendi frá sér í dag. Þar greinir hann frá því að hann muni reyna öðru sinni að klífa fjallið K2 í Pakistan að vetrarlagi. Hann lagði af stað til Islamabad, höfuðborgar Pakistans, í morgun.

Finally this day has come. Today I start my journey for K2 winter expedition 20/21 that I organized my self with great...

Posted by John Snorri on Sunday, 22 November 2020

Í febrúar á þessu ári gerði John Snorri tilraun til þess að klífa fjallið, og verða þannig sá fyrsti til þess að gera það að vetri til. Það tókst hins vegar ekki í fyrstu tilraun.

Í færslu Johns Snorra kemur fram að hann hafi fengið leyfi til ferðarinnar þann 17. ágúst, og búið væri að senda fjallgöngubúnað hans í grunnbúðir fjallsins.

Stór hópur manna kemur að ferðalagi Johns, meðal annars veðurfræðingur sem fylgist með veðri á fjallinu þegar haldið verður af stað.

K2 er næsthæsta fjall í heimi, á eftir Everestfjalli. Það er rúmir 8.600 metrar á hæð og er á landamærum Kína og Pakistans.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.