Lífið

Hver fetar í fótspor Malínar Frid?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Iðnaðarmaður ársins hefur verið kjörinn á X-inu undanfarin fimm ár.
Iðnaðarmaður ársins hefur verið kjörinn á X-inu undanfarin fimm ár.

Árleg leit X977 að Iðnaðarmanni Íslands 2020 er hafin. Útvarpsstöðin leitar að iðnaðarmanni ársins úr öllum mögulegum iðngreinum á Íslandi.

Smiðir, matreiðslufólk, píparar, rafvirkjar, múrarar, hárgreiðslufólk, prentarar, bakarar, úrsmiðir, bifvélavirkjar og bifreiðasmiðir.

Þekkir þú einhvern sem gæti verið talin Iðnaðarmaður Íslands 2020? Þá er tilefni til að fara á X977.is, senda inn lýsingu á viðkomandi ásamt mynd. Skráningu lýkur 25. nóvember.

Malín Frid, loftlínurafvirki hjá Veitum, vann keppnina um Iðnaðarmann Íslands í fyrra. Að ofan má sjá innslag frá því þegar henni voru afhent verðlaunin og rætt við hana um starfið.

Hægt er að fylla út tilnefningu hér fyrir neðan. Við hvetjum fólk til að skrifa nokkrar setningar til að rökstyðja tilnefninguna og senda inn mynd af þeim sem tilnefndum er.  

powered by Typeform

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.