Innlent

Bein út­sending: Þing ASÍ – Rétt­lát um­skipti

Atli Ísleifsson skrifar
Drífa Snædal er forseti Alþýðusambands Íslands.
Drífa Snædal er forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Vilhelm

Þing Alþýðusambands Íslands fer fram í dag, en það er það 44. í röðinni. Vegna heimsfaraldursins er þingið rafrænt að þessu sinni, en það hefst klukkan 10. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er Réttlát umskipti

Miðstjórn sambandsins ákvað í síðasta mánuði að kjarnaatriðin samkvæmt lögum ASÍ verði afgreidd á þinginu en þinginu svo frestað fram á vor þegar farið verður í málefnavinnu.

Hægt verður að fylgjast með upphafi þingsins í spilaranum að neðan en rétt fyrir klukkan 11 verður þinginu lokað öðrum en skráðum þingfulltrúum sem eru um þrjú hundruð talsins.

Dagskrá þingsins

Kl. 10:00 Þingsetning

Ávarp forseta ASÍ 

Ávarp félags- og húsnæðismálaráðherra

Ávarp ASÍ-UNG

Opnunarerindi Sharan Burrow, framkvæmdastjóri ITUC: Réttlát umskipti

Kl. 11:20 Stutt hlé

Kl. 11:30 

Álit kjörbréfanefndar

Afgreiðsla kjörbréfa Kosning þingforseta og embættismanna þingsins

Þingsköp ASÍ – afgreiðsla tímabundinna frávika

Tillaga um frestun tiltekinna dagskrárliða til framhaldsþings:

- Málefni þingsins - kynningu, umræðum og afgreiðslu frestað. o Öflugt atvinnulíf á sjálfbærum grunni - góð græn störf

o Réttindi og félagsleg vernd o Menntun til framtíðar

o Réttlátt skattkerfi - Lagabreytingar – kynningu, umræðum og afgreiðslu frestað.

Kl. 11:45

Skýrsla forseta ASÍ

Ársreikningar ASÍ og stofnana

Kosningar og almennar umræður hefjast

Kosning forseta ASÍ

Kosning 1. og 2. varaforseta

Kosning í miðstjórn: aðal- og varamenn

Kosning aðalskoðunarmanna og varamanna

Kosning löggilts endurskoðanda Kosning kjörnefndar

Kl. 12:15 Stutt hlé

Kl. 12:30 Almennar umræður halda áfram

Kl. 14:00 Forseti ASÍ frestar 44. þingi sambandsins

Nefndarstörfum og málefnavinnu, ásamt umræðum og afgreiðslu, verður frestað fram á vor 2021.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×