Innlent

Kjörinn nýr for­maður Ungra jafnaðar­manna í Reykja­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Viktor Stefánsson.
Viktor Stefánsson.

Viktor Stefánsson var í gærkvöldi kjörinn forseti Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, á rafrænum aðalfundi félagsins í gærkvöldi.

Viktor er 29 ára stjórnmálahagfræðingur, en hann tekur við af Ingibjörgu Ruth Gulin sem gegnt hefur embættinu undanfarið starfsár.

„Á aðalfundi var stækkun stjórnar félagsins samþykkt og sitja nú samtals tíu manns í stjórn þess.

Nýir stjórnarmeðlimir sem einnig náðu kjöri eru Halla Gunnarsdóttir, Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Ída Finnbogadóttir, Jón Kristinn Einarsson, Diljá Þorkelsdóttir, Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, Stefán Gunnar Sigurðsson, Glódís Guðgeirsdóttir, Oddur Sigþór Hilmarsson,“ segir í tilkynningu.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×