Umfjöllun: ÍBV - Valur 28-24 | Eyjamenn ekki í vandræðum með Val

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukar - ÍBV Olís deild karla vetur 2020 - 2021 handbolti Hsí
Haukar - ÍBV Olís deild karla vetur 2020 - 2021 handbolti Hsí Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

ÍBV og Valur eru með jafn mörg stig eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins en Eyjamenn unnu fjögurra marka sigur á Val, 28-24, í Vestmannaeyjum í dag.

Leikurinn var hluti af tvíhöfða á milli ÍBV og Vals í bæði Olís deild karla og kvenna. ÍBV vann fyrri leikinn einnig og því tvöfaldur sigur Eyjamanna á stórliðum Vals í dag.

Eyjamenn tóku völdin strax eftir tæpar tíu mínútur og voru komnir með fimm marka forystu er stundarfjórðugur var liðinn. Þeir spiluðu þétta 6-0 vörn sem Valsmenn, án Róberts Arons Hostert, fundu fáar lausnir við.

Þegar Valsmenn fundu lausnirnar voru þeir að láta Petar Jokanovic verja frá sér en hann var með fimmtíu prósent markvörslu í hálfleik. Á meðan voru markmenn Vals með nokkra bolta varða. Staðan 18-10 í hálfleik, ÍBV í vil.

Valsmenn náðu hægt og rólega að minnka muninn en náðu aldrei að ógna Eyjamönnum af miklum krafti. Petar datt aðeins niður í markinu og varnarleikur Vals þéttist.

Mest náðu Valsmenn að minnka muninn niður í þrjú mörk en nær komust þeir ekki. Lokatölur 28-24 og því annar sigur ÍBV á Val í ár en Eyjamenn höfðu einnig betur í Meistarakeppni HSÍ.

Afhverju vann ÍBV?

Ógnasterk vörn í fyrri hálfleik, frábær markvarsla Petar og svo voru margir að bjóða upp á eitthvað í sókninni. Fimm leikmenn voru með fjögur mörk eða meira.

Hverjir stóðu upp úr?

Ef þetta hefði verið skrifað eftir fyrri hálfleikin hefði staðið hér Petar Jokanovic með stórum stöfum.hann datt þó aðeins niður í síðari hálfleik en það kom ekki að sök því Björn Viðar Björnsson kom vel inn í markið. Hornamennirnir voru seigir og varnartröllin stóðu fyrir sínu.

Í liði Vals voru það helst Finnur Ingi Stefánsson og Magnús Óli Magnússon sem reyndu að draga vagninn en þeir skoruðu samtals fjórtán af 24 mörkum Valsmanna.

Hvað gekk illa?

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, klórar sér væntanlega aðeins í hausnum yfir færanýtingunni í fyrri hálfleik. Einnig voru bæði lið allt of æst á tímapunkti í leiknum og voru að kasta boltanum duglega frá sér. Hátt spennustig.

Hvað gerist næst?

ÍBV fara næst norður og mæta nýliðum Þórs. Valsmenn mæta Haukum á Ásvöllum á föstudaginn.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira