Golf

DeCham­beau kom, sá og sigraði á Opna banda­ríska

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bryson DeChambeau fagnar á 18. holunni.
Bryson DeChambeau fagnar á 18. holunni. vísir/getty

Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau kom, sá og sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu sem fór fram um helgina. Hann sigraði með þó nokkrum yfirburðum.

Opna bandaríska fór fram á Winged Foot í New York sem er þekktur fyrir að vera afar erfiður völlur. Þetta var í sjötta sinn sem Opna bandaríska fór fram á Winged Foot og aðeins einu sinni áður hafði sigurvegarinn leikið undir pari.

Bryson var í öðru sætinu, á eftir Matthew Wolff, fyrir daginn í dag en DeChambeau lék rosalegt golf í dag. Hann lék alls á þremur höggum undir pari, 67 höggum, og vann að lokum með sex högga mun.

Hann varð því annar í sögunni til þess að vinna mót á vellinum og leika undir pari. Hanng erði gott betur en það og endaði á sex höggum undir pari. Hans níundi sigur á PGA-móti á ferlinum.

Matthew Wolff endaði í öðru sætinu en hann endaði samanlagt á parinu. Í þriðja sætinu var Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku á tveimur höggum yfir pari.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.