Enski boltinn

Áhyggjufullur Nuno: Af­hverju hættum við ekki að spila?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nuno skilur ekkert í stöðunni og segir það að loka dyrunum inn á vellina hjálpi ekkert.
Nuno skilur ekkert í stöðunni og segir það að loka dyrunum inn á vellina hjálpi ekkert. vísir/getty
Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, segir að fresta eigi leik liðsins gegn Olympiakos í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudag vegna kórónuveirunnar.

Leikurinn er fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitunum en leikið verður fyrir luktum dyrum. Eigandi Olympiakos er í sóttkví eftir að hafa greinst með veiruna í vikunni.

„Ég skil ástæðuna að spila fyrir luktum dyrum en hver er þá ástæðan fyrir því að spila fótbolta? Það er engin skynsemi í því. Þetta snýst um meira en fótbolta. Þetta er samfélagsleg staða og allir hafa áhyggjur. Það verður að gera eitthvað og að loka dyrunum á vellina er ekki lausnin,“ sagði Nuno.





„Við erum að leitast eftir því að lifa eðlilegu lífi þegar hlutirnir eru ekki eðlilegir. Er annar möguleiki á að gera eitthvað annað? Afhverju ekki að stoppa með að spila?“

„Við erum skyldugir til þess að mæta og ég er ráðinn í þetta starf. Ef við þurfum að mæta þá mætum við. Við erum ekki ánægðir með að þurfa mæta og það er tímapunktur til þess að við þurfum að fara hugsa hvort að það sé önnur lausn á þessu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×