Handbolti

Seinni bylgjan: Jóhann Gunnar vill fara NFL-leiðina í úr­slita­keppninni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir fóru yfir málin í gær.
Strákarnir fóru yfir málin í gær. vísir/skjáskot
Lokaskotið var á sínum stað í Seinni bylgjunni sem fór fram á miðvikudagskvöldið. Þar fengu áhorfendur að senda inn sínar spurningar til þeirra spekinga sem voru í settinu.

Logi Geirsson, Ágúst Jóhannsson og Jóhann Gunnar Einarsson fóru yfir síðustu umferð í Olís-deildinni ásamt stjórnandanum Henry Birgi Gunnarssyni.

Fyrsta spurningin snéri að Grill 66-deildinni og venslafélögunum. Jóhann Gunnar greip þá boltann á lofti og kom með sína hugmynd á efstu deildinni.

„Hlustiði á þetta. Tíu liða efsta deild. Sex liða úrslitakeppni eins og í NFL. Efstu tvö liðin fara beint í undanúrslit og svo fáum við tvo átta liða úrslitaleiki,“ sagði Jóhann Gunnar.

„Það er gott að hafa tólf liða deild en hún má ekki ganga frá grillinu. Við þurfum að finna einhverja lausn og venslafélög gæti verið góður punktur,“ sagði Ágúst.

Allar spurningarnar má sjá hér að neðan en margar skemmtilegar og áhugaverðar spurningar litu dagsins ljós.

Klippa: Seinni bylgjan: Lokaskotið





Fleiri fréttir

Sjá meira


×