Enski boltinn

Mer­son segir að það væri rangt að af­henda Liver­pool titilinn núna og Tony Adams er sam­mála

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wijnaldum og félagar eru með góða forystu en óvíst er hvað verður um enska boltann vegna kórónuveirunnar.
Wijnaldum og félagar eru með góða forystu en óvíst er hvað verður um enska boltann vegna kórónuveirunnar. vísir/getty
Paul Merson, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum leikmaður enska boltans, fer yfir stöðuna í enska boltanum í pistli sínum á vefsíðu Sky Sports í gærkvöldi en þar segir hann ekki rétt að gefa Liverpool titilinn strax.

Enska úrvalsdeildin er nú í fríi, í það minnsta til 4. apríl, vegna kórónuveirunnar en óvíst er hvort að það takist að ná að klára tímabilið. Rætt hefur verið um hvað eigi að gera en Merson segir að Liverpool eigi í það minnsta ekki að fá titilinn afhendan, án þess að vera búinn að vinna deildnia.

„Það er skiljanlegt að segja að Liverpool er með 25 stiga forystu en ef ég væri að spila snóker við félaga minn á morgun og ég þyrfti 25 stig til þess að vinna og hann myndi segja: „Leikurinn er búinn. Það eru engin stig til að spila um“ þá myndi ég svara honum að ég hefði getað unnið þetta,“ skrifaði Merson.

„Þú getur fundið til með þeim að bíða í 30 ár eftir titlinum og ef þetta væri Man. City sem væri 25 stigum á undan hinum liðunum þá væru öllum saman því þeir hafa unnið þetta áður. Þetta lið hefur ekki unnið þetta í 30 ár! Þetta er eins og bíómynd.“

„Ég finn til með þeim. Jafnvel þó að þeir myndu fá titilinn núna, því stærðfræðilega séð eru þeir ekki búnir að vinna hann. Ég veit að þeir eru nánast búnir að vinna hann en það er ekki það sama,“ sagði Merson.







Tony Adams, fyrrum leikmaður Arsenal, var í viðtali hjá Sky Sports í gærkvöldi og hann er sammála Merson um að það sé ekki hægt að gefa Liverpool titilinn á þessum tímapunkti.

„Ég held að þú getir ekki gefið Liverpool meistaratitilinn og ég held að þú getur ekki fellt þrjú lið eða fengið Leeds eða WBA upp um deild. Þú veist, þetta er flókið. Við verðum að lifa í núinu og sjá hvað gerist.“

„Ef þeir fresta EM þá eiga þeir möguleika á að klára enska úrvalsdeildina. Svo það kemur vel út,“ sagði varnarmaðurinn snjalli.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×