Innlent

Tjón eftir að vatns­úðunar­kerfi fór í gang í Holta­görðum

Atli Ísleifsson skrifar
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna málsins rétt eftir miðnætti.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna málsins rétt eftir miðnætti. vísir/vilhelm

Töluvert tjón varð í verslunarkjarnanum Holtagörðum í nótt þegar vatnsúðunarkerfi fór í gang af einhverjum ástæðum.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna málsins rétt eftir miðnætti og var það að störfum í húsinu til klukkan tvö í nótt.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu fór úðarakerfið í gang hjá Golfklúbbnum á annarri hæð hússins og flæddi vatnið um hæðina en einnig niður á jarðhæð hússins þar sem fleiri verslanir eru til húsa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×