Innlent

Fjórtán útköll í Eyjum: Þak losnaði nánast í heilu lagi

Samúel Karl Ólason skrifar
Páley segir ansi marga Vestmanneyinga eiga erfitt með að sofa í óveðrinu.
Páley segir ansi marga Vestmanneyinga eiga erfitt með að sofa í óveðrinu. Tigull.is

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir lögregluna í Vestmannaeyjum hafa sinnt minnst fjórtán verkefnum vegna óveðursins í nótt. Þau hafi verið misstór en allt hafi gengið vel. Alvarlegasta verkefnið hafi verið þegar þak losnaði af húsi og þá „nánast í heilu lagi,“ eins og Páley orðaði það.

„Þessi átt fer svo sem betur með okkur en áttin sem við vorum með í desember. Þá var norðvestan en við austanáttin fer betur með okkur. Við erum með 43 m/s í stöðugum vindi og 57 m/s í hviðum,“ segir Páley.

Hún segir miklu muna á spám og raunverulega veðrinu. Þar muni jafnvel níu til tíu metrum á spánni og því sem raungerist. „Það munar miklu og við höfum séð það áður.“

Páley segir ansi marga Vestmanneyinga eiga erfitt með að sofa í óveðrinu. Mikill hávaði trufli fólk og hamagangurinn sé mikill.

Varðandi það hvenær þau búist við að taki að lægja í Vestmannaeyjum segir Páley erfitt að segja til um það. Fyrir fram hafi verið búist við hámarki á milli klukkan fimm og sjö.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.