Sport

Í beinni í dag: Meistara­deildin heldur á­fram og stór­leikur í körfu­boltanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho og lærisveinar mæta Leipzig í kvöld.
Mourinho og lærisveinar mæta Leipzig í kvöld. vísir/getty

Meistaradeildin heldur áfram að rúlla á Stöð 2 Sport í dag. Í dag fara fram næstu tveir leikirnir í 16-liða úrslitunum.

Jose Mourinho kann á Meistaradeildina en hann og lærisveinar hans mæta spræku liði Leipzig á heimavelli. Þýska liðið verið að gera spennandi hluti á leiktíðinni og er í toppbaráttunni í Þýskalandi.







Á Ítalíu er það svo viðureign Atlanta og Valencia. Ítalska liðið tapaði fyrstu þremur leikjum sínum í riðlinum en komst samt sem áður áfram. Valencia fór áfram á kostnað Ajax.







KR og Haukar mætast svo í DHL-höllinni í stórleik í Dominos-deild kvenna. Flautað verður til leiks klukkan 19.15 en liðin eru í 2. og 3. sæti deildarinnar.

Bæði lið töpuðu gegn Skallagrími um helgina á úrslitahelginni í bikarnum; Haukar í undanúrslitunum og KR í úrslitaleiknum.

Allar beinu útsendingar Stöðvar 2 Sports næstu daga má sjá hér.

Beinar útsendingar dagsins:

19.05 KR - Haukar (Stöð 2 Sport 3)

19.15 Meistaradeildin - upphitun (Stöð 2 Sport)

19.55 Tottenham - Leipzig (Stöð 2 Sport)

19.55 Atalanta - Valencia (Stöð 2 Sport 2)

22.00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×