Körfubolti

61 stig frá Lillard, fríkið í stuði og LeBron í tap­liði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lillard á vítalínunni í nótt.
Lillard á vítalínunni í nótt. vísir/getty

Fjórtán leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt.

Russell Westbrook var með myndarlega þrennu er Houston tapaði fyrir Oklahoma, 112-107, á útivelli í nótt.

Westbrook skoraði 32 stig, tók ellefu fráköst og gaf tólf stoðsendingar en Chris Paul var stigahæstur í liði Oklahoma með 28 stig.

Lakers tapaði á heimavelli fyrir Boston, 139-107. LeBron James skoraði fimmtán stig og gaf þrettán stoðsendingar en Jayson Tatum skoraði 27 stig fyrir Boston.







Milwaukee vann sjöunda sigurinn í röð er liðið vann 111-98 sigur á Chicago. Gríska fríkið, Giannis Antetokounmpo, skoraði 28 stig, tók fjórtán fráköst og gaf tíu stoðsendingar.

Damian Lillard gerði sér lítið fyrir og skoraði 61 stig og gaf sjö stoðsendingar er Portland vann fimm stiga sigur á Golden State í framlengdum leik, 129-124.







Það besta sem Lillard hefur skorað í einum og sama leiknum á ferlinum.

Úrslit næturinnar:

Detroit - Washington 100-106

Toronto - Atlanta 122-117

Philadelphia - Brooklyn 117-111

New York - Cleveland 106-86

Oklahoma - Houston 112-107

Sacramento - Miami 113-118

Chicago - Milwaukee 98-111

New Orleans - Miami 126-116

Orlando - Charlotte 106-83

LA Lakers - Boston 107-139

Denver - Minnesota 107-100

San Antonio - Phoenix 120-118

Indiana - Utah 88-118

Golden State - Portland



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×