Handbolti

Svona hafa úr­slit kvöldsins á­hrif á loka­stöðu ís­lenska liðsins í riðlinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alexander og félagar verða vonandi í meira stuði í dag en í gær.
Alexander og félagar verða vonandi í meira stuði í dag en í gær. vísir/epa

Ísland mætir Svíþjóð í síðasta leik liðsins á Evrópumótinu í handbolta í kvöld en flautað verður til leiks í Malmö klukkan 19.30.

Ísland mun ekki komast áfram í undanúrslitin en síðasta umferðin í milliriðlunum á Evrópumótinu í handbolta fer fram í dag.

Twitter-síðan Team Handball News fer vel yfir stöðuna á Twitter-síðu sinni þar sem farið er yfir öll möguleg úrslit kvöldsins.





Miðað við útreikninga síðunnar getur Ísland hæst lent í fjórða sæti riðilsins. Það gera þeir með jafntefli eða sigri gegn Svíum, sama hvernig önnur úrslit fara. Fjórða sæti í riðlinum myndi þýða að íslenska liðið endar í í 7. til 8. sæti á EM.

Nánari útskýringu á öllum mögulegum úrslitum má sjá hér að ofan en Slóvenar og Ungverjar berjast einnig um sæti í undanúrslitunum. 

Þar eru úrslitin miðað við það að Ungverjar vinni Portúgala. Vinni Portúgalar sinn leik þá endar íslenska liðið í neðsta sæti riðilsins takist liðinu ekki að vinna Svía í kvöld.

Norðmenn eru öruggir inn í undanúrslitin eftir sigurinn á Íslandi í gær. Það eru ekki Slóvenar en slóvenska landsliðið getur samt sem áður tekið efsta sætið af Norðmönnum með sigri i leik þjóðanna í kvöld.

Vísir mun eins og allt mótið fylgjast vel með leik Íslands í kvöld og gera honum góð skil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×