Sport

Í beinni í dag: Slagurinn um Manchester, Domin­os tví­höfði og Seinni bylgjan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brot af því besta í kvöld. Aguero gegn Solskjær og Helena og stöllur hennar mæta Keflavík á heimavelli.
Brot af því besta í kvöld. Aguero gegn Solskjær og Helena og stöllur hennar mæta Keflavík á heimavelli. vísir/getty/bára/samsett

Fjórar beinar útsendingar eru á sportásum Stöðvar 2 í kvöld. Tvíhöfði úr Origohöllinni, undanúrslitin í enska deildarbikarnum og Seinni bylgjan.

Valur og Keflavík mætast í bæði Dominos deild karla og kvenna. Fyrri leikurinn er viðureignin í karlaflokki en þar er staða liðanna ólík; Keflavík í öðru sætinu en Valur í því ellefta.

Í kvennaflokki er hins vegar annað uppi á teningnum. Íslandsmeistarar Vals eru á toppnum með 30 stig en Keflavík er í þriðja sætinu með 24 stig.

Manchester City og Manchester United mætast svo í síðari undanúrslitaleik liðanna í enska deildarbikarnum. City leiðir 3-1 eftir fyrri leikinn en sigurvegarinn mætir Leicester í úrslitaleiknum.

Klukkan 21.15 leysir svo Seinni bylgjan landfestar eftir gott frí en Henry Birgir Gunnarsson og spekingar hans gera upp síðustu umferð í karla- og kvennaflokki.

Allar útsendingar næstu daga má sjá hér.

Beinar útsendingar dagsins:

18.05 Valur - Keflavík (Stöð 2 Sport 3)

19.40 Man. City - Man. Utd (Stöð 2 Sport)

20.20 Valur - Keflavík (Stöð 2 Sport 3)

21.15 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport 2)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×