Enski boltinn

Inter staðfestir kaupin á Young

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Young lék með Manchester United í níu ár.
Young lék með Manchester United í níu ár. vísir/getty

Inter hefur staðfest kaup á Ashley Young frá Manchester United.



Young skrifaði undir samning við Inter til loka tímabilsins en hægt er að framlengja hann um ár.

Young hóf ferilinn með Watford en gekk í raðir Aston Villa 2007. United keypti hann 2011 og hann lék með liðinu í níu ár.

Inter hefur nú fengið þrjá leikmenn frá United síðan Antonio Conte tók við í sumar. Inter keypti Romelu Lukaku og fékk svo Alexis Sánchez á láni.

Young er þriðji Englendingurinn sem leikur með Inter á eftir Gerry Hitchens og Paul Ince.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×