Erlent

Sex Þjóð­verjar létust og ellefu særðust þegar keyrt var á hóp ferða­manna

Eiður Þór Árnason skrifar
Gatan þar sem atvikið átti sér stað í þorpinu Luttach.
Gatan þar sem atvikið átti sér stað í þorpinu Luttach. Ap/Helmut Moling

Sex létust og ellefu særðust þegar bifreið keyrði á hóp ungra þýskra ferðamanna í norðurhluta Ítalíu í nótt.

Atvikið átti sér stað í þorpinu Luttach í Alto Adige héraðinu stuttu eftir klukkan eitt í nótt að staðartíma. Þjóðverjarnir eru sagðir hafa verið að safnast saman og fara um borð í rútu þegar bílinn keyrði á hópinn.

Samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum voru þau slösuðu flutt á nærliggjandi sjúkrahús en hinir létust á staðnum.

Haft hefur verið eftir ítölsku lögreglunni að talið sé að ökumaður bifreiðarinnar hafi verið heimamaður en hann mældist með hátt áfengismagn í blóði.

Alto Adige héraðið er vinsælt meðal þýskra ferðamanna en þýska er víða töluð í sjálfstjórnarhéraðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×