Innlent

Francisca komin að bryggju í Hafnar­firði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá aðgerðum björgunarsveita og hafnarstarfsmanna í Hafnarfjarðarhöfn í morgun. Francisca sést í baksýn.
Frá aðgerðum björgunarsveita og hafnarstarfsmanna í Hafnarfjarðarhöfn í morgun. Francisca sést í baksýn. Vísir/vilhelm

Starfsmenn Hafnarfjarðarhafnar og björgunarsveitarmenn hafa komið flutningaskipinu Franciscu upp að bryggju í Hafnarfirði. Skipið, sem er frá Hollandi, hundrað metra langt og fjögur þúsund tonn, losnaði frá höfn í morgunsárið. Aftakaveður er á svæðinu.

Magnús Þórisson starfsmaður Hafnarfjarðarhafnar segir í samtali við Vísi að skipið hafi rekið upp í grjótagarðinn en búið sé að ná því frá honum. Viðbragðsaðilar vinna að því að binda skipið.

„Það er ókyrrð við bryggjuna og það verður sjálfsagt erfitt,“ segir Magnús.

Aftakaveður var í höfninni í morgun.Vísir/vilhelm

Hann telur um ellefu skipverja um borð í Franciscu. Áhafnir á dáttarbátnum Magna og bátnum Hamri, sem er á vegum hafnarinnar, aðstoða við að koma skipinu upp að bryggju.

Skipstjóri Franciscu hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar klukkan 5:30 og sagði skipið vera að reka upp í olíugarðinn. Varðskipið Týr var þegar í stað kallað út, sem og dráttarbátarnir frá Hafnarfirði og Reykjavík.

Hér að neðan má sjá myndir af stöðu Franciscu í höfninni. Fyrra skjáskotið er tekið af vef Marine Traffic snemma á níunda tímanum en hið síðara, þar sem sjá má skipið komið upp að bryggjunni, er tekið skömmu fyrir klukkan níu.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Skjaskot/marine traffic
Áhafnir á bátunum Magna og Hamri aðstoðuðu björgunarsveitir og hafnarstarfsmenn í morgun.Vísir/vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×