Joe Bryan skaut Fulham upp í ensku úrvalsdeildina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ryan fagnar ásamt Scott Parker, þjálfara Fulham.
Ryan fagnar ásamt Scott Parker, þjálfara Fulham. Shaun Botterill/Getty Images

Fulham stoppaði stutt við í ensku B-deildinni en eftir að hafa fallið úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð er ljóst að liðið er komið aftur upp í deild þeirra bestu.

Fulham vann frábæran 2-1 sigur á Brentford í úrslitaleik umspilsins um sæti í úrvalsdeildinni. Liðin enduðu í 3. og 4. sæti ensku B-deildarinnar og því viðeigandi að þau hafi mæst í úrslitaleiknum um sæti í úrvalsdeildinni.

Eftir að hafa fallið úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð er ljóst að

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað enda aðstæður sérstakar. Leikið var tómum þjóðarleikvangi Englands, Wembley. Þá voru bæði lið augljóslega uppgefin en leikið var mjög þétt í ensku B-deildinni eftir að deildin fór aftur af stað.

Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Það var alveg undir lok fyrri hálfleiks framlengingar sem sigurmarkið kom en það kom úr óvæntri átt.

Fulham átti þá aukaspyrnu nokkuð frá marki og í raun ekki um skotfæri að ræða. Vinstri bakvörðurinn Joe Bryan var þó ekki sammála en hann kom öllum að óvörum með því að skjóta úr spyrnunni.

David Raya – markvörður Brentford – bjóst alls ekki við skoti og skutlaði sér í örvæntingu á eftir knettinum sem söng í netinu. Bryan gulltryggði svo sigur Fulham með öðru marki sínu á 118. mínútu. Að þessu sinni eftir skemmtilegan samleik við varamanninn Aleksandar Mitrović.

Raya var ekki nálægt því að verja óvænta aukaspyrnu Ryan.Mike Egerton/Getty Images

Henrik Dalsgaard minnkaði muninn alveg undir lok uppbótartímans en það dugði þó ekki til. Lokatölur leiksins 2-1 Fulham í vil og þar með ljóst að lið Scott Parker fylgir Leeds United og West Bromwich Albion upp í ensku úrvalsdeildina.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira