Innlent

Bíll lenti á skilti og ljósa­­staur áður en hann valt

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Klukkan 21:14 í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um slys á Reykjanesbraut í Garðabæ. Bifreið hafði verið ekið á umferðarskilti og síðan á ljósastaur. Bifreiðin fór síðan nokkrar veltur og staurinn féll og lenti á annarri bifreið.

Ökumaður bifreiðarinnar sem valt var fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar á slysadeild, en hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og nytjastuld bifreiðar. Ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsli ökumannsins voru. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu

Vopnaður og með hótanir

Skömmu heftir klukkan hálf fjögur í nótt var karlmaður í annarlegu ástandi handtekinn í miðbæ Reykjavíkur. Sá var grunaður um brot á vopnalögum og hótanir. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglunnar fyrir rannsókn málsins.

Klukkan 15:30 í gær var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Kópavogi. Hann var grunaður um líkamsárás, vörslu fíkniefna og fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Maðurinn var vistaður í fangageymslu. Ekki er vitað hversu alvarlegir áverkar fórnarlambs árásarinnar eru.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×