Innlent

Mikið kvartað undan sam­kvæmis­há­vaða í nótt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregla fékk margar tilkynningar um hávaða frá samkvæmum í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla fékk margar tilkynningar um hávaða frá samkvæmum í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Óvenju margar kvartanir vegna samkvæmishávaða í heimahúsi komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt. Alls voru átján slík mál bókuð frá því klukkan 17 í gær til 5 í nótt.

Svo virðist sem að höfuðborgarbúar hafi gert sér glaðan dag í gær en alls komu 100 mál inn á borð lögreglunnar, þar af átján þar sem kvartað var undan samkvæmishávaða, um fimmtungur allra mála.

Flestar kvartanir komu inn á borð lögreglu á Stöð 1 sem sinnir Austurbæ, Miðbænum, Vesturbæ og Seltjarnarnesi. Þarf fengu lögreglumenn alls fjórtán slíkar tilkynningar, flestar úr miðborginni eða hverfi 101.

Tvær slíkar tilkynngar bárust úr Hafnarfirði og þrjár komu inn á borð Stöðvar sem sinnir Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×