Fótbolti

Fjögur ár frá krafta­verkinu í Nice | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Einar fagnar eftir sigurinn fræga.
Aron Einar fagnar eftir sigurinn fræga. vísir/getty

Í dag eru fjögur ár frá því að Ísland gerði sér lítið fyrir og hafði betur gegn Englandi í 16-liða úrslitunum á Evrópumótinu í knattspyrnu 2016.

Ísland fór upp úr riðlinum eftir mikla dramatík gegn Austurríki í París og næst var það stjörnum prýtt lið Englendinga sem beið í Nice.

Það voru ekki margir sem höfðu trú á íslenska liðinu í þeim en strákarnir okkar hlustuðu ekki á það og slógu út Englendinga.

Samfélagsmiðlar UEFA og EM hafa verið að rifja upp að undanförnu hvað hefur gerst á ákveðnum dögum síðustu ár og dagurinn í dag er tileinkaður íslenska landsliðinu.

Rætt var meðal annars við Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliða, og Heimi Hallgrímsson, þáverandi landsliðsþjálfara, og þeir rifja upp sigurinn magnaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×