Lífið

Frítt í Hús­dýra­garðinn á laugar­daginn vegna hóp­senu í Eurogarðinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá úr tökum þáttanna. 
Hér má sjá úr tökum þáttanna.  vísir/stöð2

Stöð 2, Glassriver og Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn verða með fjölskyldudag í garðinum laugardaginn 20. júní.

Tökur munu þá standa yfir á sjónvarpsþáttunum Eurogarðurinn í garðinum og getur almenningur komið frítt í garðinn klukkan 12 og tekið í leiðinni þátt í stórri hópsenu.

Steindi, Auðunn Blöndal, Dóri DNA og Anna Svava ásamt fríðu föruneyti leiða saman hesta sína í þáttunum sem sýndur verður á Stöð 2 í haust.

Ísbíll Valdísar verður í garðinum með sinn ljúffenga ís auk þess sem margrómuð veitingasalan verður að sjálfsögðu opin almenning.

Mögulega taka þeir Auðunn Blöndal og Steindi lagið fyrir viðstadda.

Uppfært: Áður kom fram að frítt væri í garðinn milli klukkan 10 og 15. Hið rétta er að það er frítt fyrir þá sem taka þátt í tökunum klukkan 12. Einnig fá þær fjölskyldur sem taka þátt í senunni gott tilboð í tækin í Fjölskyldugarðinum í kjölfarið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.