Sport

Síðasti þáttur Sportsins í dag fyrir sumarfrí

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Síðasti þáttur Sportsins í dag fyrir sumarfrí var sýndur í opinni dagskrá á Vísi í dag. Að venju hófst þátturinn klukkan 15:00 og var að þessu sinni í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport, Stöð 2 Vísi sem og á Vísi.

Hægt er að sjá Sportið í dag í spilaranum hér fyrir ofan.

Öllu var til tjaldað í þætti dagsins. Kári Kristján Kristjánsson var bæði gestur og gestastjórnandi en Eyjamaðurinn hefur slegið í gegn með innslögum sínum í þættinum og vel við hæfi að hann hafi verið í síðasta þættinum fyrir sumarfrí.

Kári sat í settinu með Henry Birgi en Kjartan Atli var í beinni frá golfvellinum í Grindavík þar sem lokahóf Domino's Körfuboltakvölds var í fullum gangi.

Þar sem þetta er síðasti þátturinn fyrir sumarfrí þá var þátturinn lengri í dag eða um 90 mínútur. Það var líka stútfullur þáttur í dag. Dagný Brynjarsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir, leikmenn Selfoss, voru í viðtali og ræddu komandi sumar sem og umræðuna um launamál í kvennaboltanum. Sú umræða var í hámarki eftir að Anna Björk samdi við Selfoss.

Þátturinn kíkti í heimsókn hjá KSÍ þar sem verið er að senda alla gömlu landsliðsbúningana langt út í heim enda von á nýjum búningum frá Puma.

Einnig var nýr styrktaraðili næstefstu deildanna í knattspyrnu kynntur í Laugardalnum í dag og þau mál skoðuð.

Karl Jónsson, fyrrum leikmaður og körfuknattleiksþjálfari, fór yfir ábyrgð höfuðborgarsvæðisins í íslenskum körfubolta. Kristján Einar Kristjánsson fór svo yfir viðburði helgarinnar á Stöð 2 eSport.

Að lokum var kíkt í nýjan og glæsilegan búningsklefa Víkings þar sem einnig var skoðuð áhugaverð leið til þess að sótthreinsa búningsklefa á tímum Covid.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×