Enski boltinn

Fyrrum þjálfari Håland segir Liverpool passa fullkomlega fyrir hann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikstíll Liverpool á að henta Erling Braut Håland einstaklega vel samkvæmt fyrrum þjálfara hans. Hér fagnar Norðmaðurinn marki með Borussia Dortmund í Meistaradeildinni.
Leikstíll Liverpool á að henta Erling Braut Håland einstaklega vel samkvæmt fyrrum þjálfara hans. Hér fagnar Norðmaðurinn marki með Borussia Dortmund í Meistaradeildinni. Getty/Erwin Spek

Margar af eftirsóttustu framherjum heims hafa sagðir vera á innkaupalista Jürgen Klopp en að þessu sinni er það fyrrum þjálfari Erling Braut Håland sem hallast að því að strákurinn ætti að enda hjá Liverpool.

Jesse Marsch vann með Erling Braut Håland hjá Red Bull Salzburg og sá því með uppkomu Erling Braut Håland með eigin augum. Erling Braut Håland breyttist þar í einn eftirsóttasta framherja heims. Hann var búinn að skora 28 mörk í 22 leikjum á tímabilinu þegar Borussia Dortmund keypti hann og Håland hefur skorað 13 mörk í 14 leikjum með Dortmund.

„Hann er einstaklega hæfileikaríkur og þar getum við tekið fyrir hraða hans, sprengikraft, stærði, kraft, tækni eða það hvernig hann klárar en þetta allt saman eitt og sér kæmi honum í efsta hóp knattspyrnumanna heimsins,“ sagði Jesse Marsch við Liverpool Echo.

„Svo þegar þú skoðar betur hversu vel hann er inn í taktík, hversu staðráðinn hann er, aga hans og hans ástríðu fyrir því að bæta sig þá sérðu að með allt þetta saman í sama leikmanni þá veistu að þú sér með eitthvað einstakt í höndunum. Við erum aðeins að sjá smá af því sem Erling getur gert í framtíðinni,“ sagði Jesse Marsch.

Erling Braut Håland átti ekki góðan dag í gær því hann meiddist í leiknum á móti Bayern München og fór af velli. Dortmund tapaði leiknum 1-0.

Håland hefur verið orðaður mikið við bæði Manchester United og Real Madrid en Marsch vill sjá hann hjá Liverpool.

„Hann mun halda áfram að standa sig vel hjá Dortmund en ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hversu lengi hann verður þar. Hann hefur hæfileikana til að verða einn besti knattspyrnumaður í heimi,“ sagði Jesse Marsch.

„Þetta er annar leikmaður sem Liverpool yrði mjög heppið að fá. Hann mun samt ekki koma ódýrt. Málið er að hann myndi elska leikstíl Liverpool liðsins og myndi passa ótrúlega vel inn í leik liðsins,“ sagði Jesse Marsch.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×