Erlent

SpaceX sprengdi upp eldflaug til að sýna fram á öryggi Dragon geimfarsins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sprengingin varð um 80 sekúndum eftir flugtak.
Sprengingin varð um 80 sekúndum eftir flugtak. Vísir/AP

Svo virðist sem að sérstakt próf geimferðarfyrirtækisins Space X til þess að athuga hvort að fyrirhugað mannað geimfar fyrirtækisins myndi skilja sig frá eldflaugunum við sprengingu hafi gengið snurðulaust fyrir sig.

SpaceX vinnur nú að þróun mannaðs geimfars fyrir NASA og er vinnan á lokametrunum. Nú standa yfir ýmsar öryggisathuganir og í dag prófuðu Elon Musk og félagar að sprengja í loft upp Falcon 9 eldflaug útbúna Dragon-geimarinu, skömmu eftir flugtak.

Markmiðið með sprengingunni var að sjá hvort að geimfarið myndi skilja sig frá eldflaugunum ef upp komi vandamál. Það virðist hafa tekist en um borð voru dúkkur. Voru þær, og geimfarið, endurheimt úr sjónum undan ströndum Kaliforníu eftir að geimfarið sveif niður til jarðar með hjálp fallhlífar.

Það var tilkomumikil sjón, líkt og sjá má hér að neðan, þegar eldflaugin var sprengd í loft upp aðeins 80 sekúndum eftir flugtal frá Kennedy geimferðamiðstöðinni í Flórída í Bandaríkjunum.

Bæði Boeing og SpaceX vinna að því að þróa mannað geimfar fyrir NASA sem ekki hefur getað sent geimfara út í geim á eigin vegum frá árinu 2011 þegar síðustu geimskutlunni var lagt.

Talið er líklegt að Dragon geimfarið geti farið í mannaða geimferð í sumar, gangi frekari prófanir vel fyrir sig.


Tengdar fréttir

Enn fjölgar gervihnöttum SpaceX

Að þessu sinni var búið að þekja einn af smáu gervihnöttunum 60 með dökkum lit til að draga úr áhyggjum stjörnufræðinga sem óttast að þegar SpaceX verði búið að setja þúsundir gervihnatta á braut um jörðu muni það torvella athuganir á alheiminum og spilla næturhimninum.

Toppurinn sprakk af geimfari SpaceX

Um er að ræða frumgerð geimskipsins Starship og var verið að þrýstiprófa geimfarið með því að líkja eftir þeim mikla kulda sem geimferðir fela í sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×