Tónlist

Magnús Jóhann í Tómamengi

Sylvía Hall skrifar
Magnús Jóhann spilar í beinu streymi frá Tómamengi í kvöld.
Magnús Jóhann spilar í beinu streymi frá Tómamengi í kvöld.

Magnús Jóhann spilar í beinu streymi frá Tómamengi föstudaginn 10. apríl kl. 20. Tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu hér á Vísi.

Magnús Jóhann er tónskáld og píanóleikari úr Árbæ. Hann hefur leikið með fjölda íslenskra tónlistarmanna og þykir almennt sæmilegur í því sem hann fæst við.

Nú vinnur hann að hljómplötu með splunkunýrri tónlist eftir sjálfan sig en honum til halds og trausts á plötunni eru Magnús T. Eliassen, trommuleikari og Tumi Árnason, saxafónleikari og koma þeir fram með honum í kvöld.

Hægt er að greiða framlög:

  • Með því að hringja í 901-7111 (1.000 krónur)
  • Með millifærslu á Kass í númerið 865-3644 (upphæð að eigin vali)
  • Með PayPal millifærslu á payment@mengi.net (upphæð að eigin vali)

Hefðbundið miðaverð á tónleika í Mengi er 2.000 krónur en listamaðurinn og Mengi þakka kærlega fyrir öll framlög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×