Formúla 1

Hamilton lítur á undanfarna mánuði sem kærkomna hvíld

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Lewis Hamilton.
Lewis Hamilton. Vísir/Getty

Heimsmeistarinn í Formúla 1 hefur litið á undanfarna mánuði sem kærkomið frí en fyrsta hluta keppnistímabilsins í Formúlunni var frestað vegna útbreiðslu kórónaveirufaraldursins.

Hamilton hefur tjáð sig opinskátt um ýmis mál varðandi kórónuveirufaraldurinn. Hann fór í sjálfskipaða sóttkví og hvatti fólk til að fara varlega. Hann gagnrýndi einnig forsvarsmenn Formúla 1 fyrir seinagang í ákvarðanatöku varðandi kappaksturinn sem átti að fara fram í Ástralíu í mars en var frestað.

„Á undanförnum fimm árum hef ég stundum velt því fyrir mér að það væri gott fyrir mig, andlega og líkamlega, að taka eitt ár í frí frá keppni. En maður getur ekki leyft sér það.“

„Það er ekki vænlegt fyrir íþróttamann á hátindi ferilsins að taka sér frí í eitt ár. Tækninni fleygir fram og maður gæti misst af þróuninni. Nú hafa allir fengið frí og ég nýt þess. Ég er ferskari en nokkru sinni fyrr,“ segir Hamilton.

Klippa: Átta fyrstu keppnum í Formúlu 1 kappakstrinum hefur verið aflýst eða frestað


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.