Barcelona á toppinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Eftir erfiða byrjun eru Börsungar að finna taktinn á ný
Eftir erfiða byrjun eru Börsungar að finna taktinn á ný vísir/getty
Barcelona fór á topp La Liga deildarinnar með öruggum sigri á Eibar í dag.Antoine Griezmann kom Barcelona yfir strax á þrettándu mínútu og voru það gestirnir sem leiddu 1-0 í hálfleik.Lionel Messi tvöfaldaði forystu Börsunga á 58. mínútu og átta mínútum seinna kom Luis Suarez gestunum í mjög þægilega stöðu.Fleiri urðu mörkin ekki, Barcelona vann 3-0 sigur.Það þýðir að Barcelona er með 19 stig, stigi meira en Real Madrid og fer á toppinn. Real á þó leik til góða á Börsunga.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.