Erlent

Nýtt ebólulyf lofi góðu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Einbeittir vísindamenn að störfum.
Einbeittir vísindamenn að störfum. Getty/gevende
Ný lyf gegn ebólu gefa vonir um að hægt sé að lækna sjúkdóminn og fyrirbyggja í framtíðinni. Fjögur tilraunalyf hafa undanfarið verið prófuð á sjúklingum í Kongó þar sem faraldur þessa illvíga sjúkdóms geisar nú.

Tvö af lyfjunum gefa góð fyrirheit um að hægt verði að bjarga 90 prósentum þess fólks sem smitast af sjúkdómnum ef lyfin berast snemma til hinna sýktu.

Heilbrigðisyfirvöld í Kongó segja að nýju lyfin verði nú gefin öllum smituðum í landinu og talsmaður bandarísku ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunarinnar, sem kom að gerð lyfjanna, segir niðurstöður tilrauna á fólki lofa mjög góðu.

Lyfin ráðast gegn ebólunni með mótefnum og koma þannig í veg fyrir að sjúkdómurinn hafi áhrif á frumur líkamans, að því er segir í umfjöllun breska ríkisútvarpsins.

Lyfin hafa verið þróuð síðustu ár með því að nýta blóð úr fólki sem lifði fyrri ebólufaraldra af.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.