Þú byggir upp sjálfstraust á þessum dögum og þú leitar í allavegana sjálfshjálpartæki til þess og vinnur þig áfram eins og vindurinn og verður svo fylginn þér, leggur þig allan fram við það sem þú þarft að gera að fólk stendur í röðum til að panta næsta tíma lausan hjá þér. Sýn þín á lífið verður öðruvísi, bæði svo miklu léttari og skemmtilegri og þú verður svo aðlaðandi með þessu hugarafli.
Þú þarft að hafa mikið persónulegt frelsi og þolir ekki þegar þrengt er að þér, staðnað líferni er eins og eitur í þínum beinum svo það besta sem þú gerir er að breyta þínum áætlunum þegar þér dettur það í hug; það verða margar leiðir í boði, veldu þær sem gefa þér mesta fjörið og frelsið.
Þú tekur beinskeyttar ákvarðanir og getur slitið sambandi við fólk í kringum þig eins og ekkert sé hvort sem það tengist ástinni eða öðrum, en það er mikil spenna í ástinni svo gerðu ekkert í fljótfærni því þú verður að vera viss.
Þú færð aukið hugrekki og staðfestu sem gæti hrætt fólkið í kringum þig og stundum er það bara alveg ágætt og það sem þú þarft að gera. Þú færð tækifæri til að upplifa hversu sterkur þú ert og um leið og þú sérð hvað í raun og veru þú getur opnast ótrúlegustu dyr!
Kossar og knús, Sigga Kling

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember
Birkir Már Sævarsson, landsliðsmaður í fótbolta, 11. nóvemberHelga Braga Jónsdóttir, leikkona, 5. nóvember
Emmsjé Gauti, rappari, 17. nóvember
Björk Guðmundsdóttir, tónlistarmaður, 21. nóvember
Karl Bretaprins, 14. nóvember
Hillary Clinton, stjórnmálamaður, 26. október
Leonardo DiCaprio, leikari, 11. nóvember
Magnús Scheving, frumkvöðull, 10. nóvember
Hörður Ágústsson Macland snillingur, 24. október
Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, 1. nóvember
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, 4. október
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Dómsmálaráðherra, Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, 4. nóvember
Jón Jónsson, tónlistarmaður, 30. október
Króli, tónlistarmaður, 2. nóvember
Bergur Ebbi, grínisti, 2. nóvember