Erlent

Wak­and­a var á list­a ríkj­a með frí­versl­un­ar­samn­ing­a við Band­a­rík­in

Samúel Karl Ólason skrifar
Wakanda er ríki úr teiknimyndasögum Marvel og kvikmyndasöguheimi Marvel og Disney, sem stýrt er af konungnum T'Challa eða Black Panther.
Wakanda er ríki úr teiknimyndasögum Marvel og kvikmyndasöguheimi Marvel og Disney, sem stýrt er af konungnum T'Challa eða Black Panther.

Starfsmenn Landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna (USDA) hafa fjarlægt Afríkuríkið Wakanda af lista yfir ríki sem eru með fríverslunarsamninga við Bandaríkin. Það var gert eftir að netverjar uppgötvuðu veru Wakanda á listanum og veltu vöngum yfir því hvort allt stefndi í ímyndað viðskiptastríð við einræðisríkið.

Wakanda er ríki úr teiknimyndasögum Marvel og kvikmyndasöguheimi Marvel og Disney, sem stýrt er af konungnum T‘Challa eða Black Panther.

Maður að nafni Francis Tseng var að rannsaka hvernig viðskiptasamningar hafa áhrif á fæðudreifingu þegar hann uppgötvaði gagnagrunn USDA og fann þar upplýsingar um Wakanda. Þar mátti sömuleiðis finna fjöldann allan af tölfræðiupplýsingum um landbúnað hins ímyndaða ríkis.

Talsmaður USDA sagði NBC News að starfsmenn ráðuneytisins hefðu notað Wakanda við tilraunir á gagnagrunninum og fyrir mistök hefði gleymst að eyða gögnunum eftir að tilraununum lauk. Það hafi verið gert þegar mistökin urðu ljós.

Það er því ekki útlit fyrir ímyndað viðskiptastríð eða milliríkjadeilur á milli Bandaríkjanna og Wakanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×