Erlent

Fjórar fjöl­skyldur grófust undir múr sem hrundi

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki er óalgengt að mannvirki, sem oft eru illa byggðar og illa við haldið, eyðileggist á rigningatímabilinu á Indlandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Ekki er óalgengt að mannvirki, sem oft eru illa byggðar og illa við haldið, eyðileggist á rigningatímabilinu á Indlandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. epa
Sautján manns hið minnsta, úr fjórum fjölskyldum, létu lífið eftir að hafa orðið undir þegar múr hrundi í bæ í suðurhluta Indlands.

Erlendir fjölmiðlar greina frá því að hinn sex metra hái múr hafi fallið saman snemma í morgun eftir úrhelli síðustu daga.

Lögregla í ríkinu Tamil Nadu segir að í hópi hinna látnu séu tvö börn.

Ekki er óalgengt að mannvirki, sem oft eru illa byggðar og illa við haldið, eyðileggist á rigningatímabilinu á Indlandi. Þannig létu þrjátíu manns lífið í júlí síðastliðinn þegar múr hrundi í stórborginni Mumbai.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×