Körfubolti

Hard­en skoraði 50 stig í spennu­trylli og Lakers komst aftur á sigur­braut | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harden var magnaður í naumu tapi í nótt.
Harden var magnaður í naumu tapi í nótt. vísir/getty
Það var nóg af fjörugum leikjum í NBA-körfuboltanum í nótt en alls fóru sjö leikir fram í nótt. Tveir þeirra fóru í framlengingu.

Lakers komst aftur á sigurbraut er liðið hafði betur gegn Denver á útivelli, 105-96. LeBron James gerði 25 stig fyrir Lakers sem og Anthony Davis en LeBron gaf að auki níu stoðsendingar.

Allt annað hefur verið að sjá Lakers-liðið á þessari leiktíð. Liðið hefur unnið 18 af fyrstu 21 leikjum sínum og er með lang hæsta sigurhlutfallið í sinni deild.

Spennan var rosaleg í San Antonio var sem Houston var í heimsókn en eftir tvíframlengdan leik höfðu heimamenn betur 135-133.

James Harden fór algjörlega á kostum í liði Houston en hann skoraði 50 stig. Lonnie Walker IV var stigahæstur í liði heimamanna en hann gerði 28 stig.

Þetta var áttundi sigurleikur San Antonio í vetur (36,4% sigurhlutfall) en Houston er með 65% sigurhutfall að sem af er í vetur.

Úrslit næturinnar:

Detroit - Cleveland 127-94

Orlando - Washington 127-120

Dallas - New Orleans 118-97

Miami - Toronto 121-110

Houston - San Antonio 133-135

LA Lakers - Denver 105-96

Portland - Clippers 97-117

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×